Arion banki hf.: Útboð sértryggðra skuldabréfa þann 11. nóvember 2024.

MARKN.

Arion banki verður með útboð á sértryggða skuldabréfaflokknum ARION CBI 28 mánudaginn 11. nóvember 2024.

ARION CBI 28 er verðtryggður skuldabréfaflokkur með föstum 4,25% vöxtum og lokagjalddaga 20. september 2028.

Fyrirkomulag útboðs verður með þeim hætti að öll samþykkt tilboð verða tekin á hæstu samþykktu ávöxtunarkröfunni. Arion banki áskilur sér rétt til þess að samþykkja öll tilboð, hafna öllum tilboðum eða taka tilboðum að hluta.

Í tengslum við útboðið fer fram skiptiútboð þar sem eigendur flokksins ARION CBI 25 eiga þess kost að selja bréf í flokknum gegn kaupum í ofangreindu útboði. Hreint verð í skiptiútboðinu er 99,6124.

Áætlaður uppgjörsdagur er 15. nóvember 2024. Greiðsla fer fram með reiðufé og/eða með skiptum á ARION CBI 25.

Markaðsviðskipti Arion banka hafa umsjón með útboðinu. Tilboðum skal skilað á netfangið  skuldabrefamidlun@arionbanki.is fyrir kl. 16:00 þann 11. nóvember 2024.

Datum 2024-11-05, kl 17:00
Källa MFN
Vill du synas här? Kontakta hej@allaaktier.se. Vår sajt har 100 000 sidvisningar och 15 000 unika besökare per månad. Vår discord har över 6000 medlemmar. Detta är aktiva sparare med ett stort aktieintresse. Behöver du nå ut till denna målgrupp så hör av dig!